Þú átt skilið næringu
sem styður þig

Það að bæta matarvenjur snýst ekki alltaf um að byrja í nýjum kúr eða setja sér strangar reglur.

Stundum snýst það einfaldlega um að taka skref aftur inn í eigin líkama.

25.4.2025

Í maí og júní mun ég, Hrund næringarfræðingur hjá Næring & Ráðgjöf, bjóða aftur upp á einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf fyrir konur sem vilja:

  • Skapa betri tengingu við matinn sinn
  • Finna jafnvægi í næringu án öfga
  • Fá skýra, hagnýta leiðsögn

Hvernig virkar næringarráðgjöfin?

Ráðgjöfin fer fram á netinu í gegnum Zoom og þú getur valið á milli:

  • Staks tíma (50 mínútur): þar sem við gerum greiningu á núverandi mataræði þínu, skoðum hvað má bæta, og mótum saman einfaldar, næringarríkar lausnir sem henta þér.
  • 4 vikna prógrams: ef þú vilt meiri dýpt, stuðning og leiðsögn yfir lengri tíma. Þar vinnum við með matarvenjur, líkamsvitund og hvernig þú getur byggt upp jafnvægi sem endist.

Flest stéttarfélög niðurgreiða þjónustuna, svo það gæti verið auðveldara en þú heldur að byrja.

Áhersla er lögð á jafnvægi, ekki öfgar. Þegar við styðjum líkama og líðan með næringu sem vinnur með okkur, eykst orkan yfir daginn, líðan í líkama og huga batnar, streita í kringum mat minnkar, og blóðsykur og skap verða jafnari.

Meira blogg



Meira blogg