Hlustaðu á líkama þinn -
af hverju skiptir það máli?

Hefur þú borðað án þess að vera raunverulega svöng/svangur?

Kannski af því að það var kominn matmálstími, kannski af vana, eða til að róa streitu eða þreytu eða bara vegna þess að það var matur til staðar.

14.4.2025

Merkin sem dofna

Líkaminn okkar er stöðugt að senda okkur skilaboð: Hvenær við þurfum næringu, hvíld eða orku. En ef við hlustum ekki, eða lærum ekki að túlka þessi skilaboð þá dofnar skilningurinn. Við byrjum að borða of seint og þá borðum við oft of mikið. Eða við borðum til að fylla upp í eitthvað annað og upplifum svo sektarkennd eða óánægju með okkur sjálf. Það er ekki að okkur skorti aga. Það er einfaldlega að við höfum gleymt hvernig við hlustum á líkamann.

Tengingin sem skilar jafnvægi

Að hlusta á líkamann er ekki flókin aðgerð en hún krefst æfingar sem byrjar með því að hægja á og spyrja sjálfa(n) sig: „Hvernig líður mér í líkamanum?“ og „Er ég raunverulega svöng/svangur eða þarf ég kannski eitthvað annað?“

Með tímanum förum við að þekkja merki raunverulegrar svengdar, greina hvenær mettun birtist og skilja betur hvenær við borðum út frá raunverulegri þörf og hvenær við borðum af vana, tilfinningum eða öðru sem líkaminn bað ekki beint um. Þegar þessi tenging styrkist, þá förum við að treysta okkur meira.

Meira blogg



Meira blogg