Spínat

Spínat er einstaklega næringarríkt og fjölhæft grænmeti sem hægt er að njóta á marga vegu. Það hentar vel í búst og safa, sem grunnur í salöt, álegg á samlokur og vefjur, í omlettur, lasagna, súpur og margt fleira.

Hægt er að neyta spínats fersks, gufusoðins eða soðins, og breytist bragðið aðeins eftir matreiðsluaðferð. Við suðu verður það til dæmis mýkra og dálítið sætara á bragðið. Því getur verið sniðugt að prófa sig áfram með mismunandi aðferðir við að elda það.

Næringargildi og andoxunarefni

Spínat er sannkölluð sprengja af vítamínum og steinefnum:

  • A-, C- og K-vítamín
  • B1, B2 og B6 vítamín
  • Fólat
  • Kalk og magnesíum
  • Trefjar
  • Járn

Þrátt fyrir að spínat innihaldi talsvert af járni, þá er það illa upptakanlegt þar sem efni í plöntunni, sérstaklega oxalöt sem geta hindrað frásog bæði járns og kalks.

Til að bæta frásog járns úr spínati er gott að borða það með C-vítamínríkum mat (t.d. appelsínur, mangó, ananas) eða para það með kjöti, fiski eða fuglakjöti þar sem það örvar upptöku jurta járns.

Heilsubætandi áhrif spínats

Rannsóknir hafa bent til þess að regluleg neysla á spínati geti:

  • Minnkað líkur á æðakölkun og hjartasjúkdómum
  • Dregið úr hættu á ákveðnum tegundum krabbameina
  • Hjálpað við að viðhalda heilbrigðum blóðþrýstingi
  • Stuðlað að sterkum beinum vegna ríkulegs K-vítamíns
  • Stutt við taugakerfið og orkubúskap með B-vítamínum og magnesíum

Spínat er mun ríkara af vítamínum, steinefnum og trefjum en hefðbundið blaðsalat, og er því frábær viðbót í hversdags matinn.

Hugmyndir að leiðum til að nota spínat:

  • Bæta fersku eða frosnu spínati í búst eða safa
  • Gera næringarrík salöt með spínati í stað blaðsalats
  • Spínatlasagna eða pasta með spínati
  • Nota sem álegg í samlokur
  • Vefjur með hummus, spínati og grænmeti
  • Eggjahræra með spínati og fetaosti
  • Bæta út í súpur eða pottrétti
  • Nota á heimagerða pizzu
  • Bæta í hrísgrjónarétti, kínóa eða aðra kornrétti
  • Notað ferskt sem meðlæti

Spínat er ótrúlega öflugt grænmeti, hvort sem þú ert að sækjast eftir betri heilsu, auknum trefjum, steinefnum eða einfaldlega bragðgóðri viðbót í máltíðirnar. Prófaðu að bæta því inn í daginn þinn á nýjan hátt, líkaminn mun þakka þér fyrir!

Önnur matvæli



Önnur matvæli



Orkuefni



Orkuefni



Næringarefni



Næringarefni