Banana/bláberja brauð

21.07.2015 - Hrund Valgeirsdóttir

Snilldar brauð sem er það gott að það þarf ekki að nota álegg! Brauðið inniheldur talsvert af kalki og fosfór, einnig inniheldur það fullt af öðrum næringarefnum eins og kemur fram í næringarinnihaldslýsingunni fyrir neðan.

Magn

Hráefni

105 g Heilhveiti
1 tsk Lyftiduft
1 msk Þurr sykurgjafi, t.d. Erythritol (má sleppa)
40 g Hunang
1 tsk Vanilludropar
1 lítill(sirka 100g) Banani
1 stk Egg
85 g Grísk jógúrt
60-70 g Bláber
-  Hræra saman þurrefnum
-  Hræra saman blautefnum í sér skál (nema berjunum)
-  Blanda öllu saman
-  Bæta við bláberjum
-  PAM spreyja form eða nota smjör
-  Setja í form og í ofn í 60 mínútur við 190 gráður



Næringarinnihald (1/4 af uppskrift):


næringarefni magn RDS %*
Orka (kkal) 205
Prótein (g) 6,4
Fita (g) 4,0
Kolvetni (g) 32,9
Trefjar (g) 4,0 16%
A-vítamín (μg) 49,5 7%
D-vítamín (μg) 0,5 5%
E-vítamín (mg) 1,5 19%
B1-vítamín (mg) 0,2 14%
B2-vítamín (mg) 0,2 13%
B6-vítamín (mg) 0,2 18%
Fólat (μg)37 9%
B12-vítamín (μg) 0,4 18%
C-vítamín (mg) 9,3 12%
Kalk (mg) 239 30%
Fosfór (mg) 304 51%
Magnesíum (mg) 40 14%
Járn (mg) 0,9 6%
Joð (μg) 7,4 5%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára







Uppskriftir