Leyndarmál sjálfstjórnunar á hlaðborðum

09.11.2013 - Hrund Valgeirsdóttir

Ef þú vilt ekki missa stjórn á hvað þú borðar þegar þú ferð á hlaðborð, þá er ráðið að borða ávextina fyrst eða annað heilsusamlegt ef það er í boði. Þá eru meiri líkur á að þú borðir færri hitaeiningar og freistingin að borða eitthvað orku- og fitumikið minnkar til muna. En þeir sem byrja á "ruslmatnum", borða að meðaltali 31% meira af mat yfir máltíðina. Þetta var sýnt fram á með rannsókn þar sem haldin var ráðstefna með 124 einstaklingum og tveimur aðskildum hlaðborðum. Annað borðið innihélt ostaegg, steiktar kartöflur, kanilrúllur, fitulítið granola, fitulítið jógúrt og ávexti, raðað upp í þessari röð. Á hinu borðinu var röðin öfug. Fólkinu var að handahófi raðað við sitthvort borðið til að fá sér morgunmat og var sagt að þau fengu bara eina ferð á hlaðborðið. Þá kom í ljós að röðin skipti miklu máli eftir því hvað þátttakendurnir völdu á diskinn. Það voru 86,4% sem fengu sér ávexti þegar það var boðið upp á það fyrst en aðeins 54,8% þegar það var síðast. Að sama leyti völdu 75,4% ostaeggin þegar þau voru fyrst í röðinni en aðeins 28,8% þegar þau voru síðust í röðinni. Þegar heilsusamlegri matur er fremstur á hlaðborði þá getur það hvatt matargesti til að velja hitaeiningasnauðari mat.

Þetta er kannski ekki með fræðilegustu rannsóknum en niðurstöðurnar eru samt mjög áhugaverðar. Það er samt galli á rannsókninni að það vantaði upp á að skoða skammtastærðir og hvað var raunverulega borðað, bara hvað var valið mest af á diskinn á hlaðborðinu.

Hérna má lesa meira um rannsóknina.







Rannsóknir