Upplýsingar


Hrund Valgeirsdóttir, næringarfræðingur (MSc)

Hrund Valgeirsdóttir er löggiltur næringarfræðingur (MSc) og  útskrifaðist í febrúar 2012 frá Háskóla Íslands. Hún er líka menntuð sem tölvunarfræðingur (BSc) frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið sem slíkur í fjölda ára. Í dag býður hún uppá næringarráðgjöf, yfirferð á matardagbók, persónulegt matarprógram, fyrirlestra og næringarútreikninga.

Lokaverkefni Hrundar í næringarfræði var að reikna út niðurstöður úr gögnum Landskönnunar á mataræði Íslendinga 2010/2011 og vera einn af höfundum skýrslunnar um niðurstöðurnar. Mastersritgerðin hennar fjallaði um misjafnar aðferðir sem eru notaðar við gerð kannana á mataræði og niðurstöður útreikninga á hversu margir Íslendingar náðu ráðleggingum ýmissa matvæla og næringarefna útfrá þessum mismunandi aðferðum. (Methodology used in the Icelandic National Nutritional Survey 2010/2011 – Hrund Valgeirsdóttir, 2012). Eftir mastersverkefnið vann Hrund fleiri niðurstöður uppúr Landskönnuninni fyrir Rannsóknastofu í næringarfræði og Embætti Landlæknis.

Í apríl 2012 stofnaði Hrund heimasíðu um næringu (http://naering.com) þar sem hún skrifar reglulega heilsuráð, pistla, birtir niðurstöður rannsókna og uppskriftir. Einnig er að finna nokkrar reiknivélar á síðunni eins og til að reikna líkamsþyngdarstuðul, grunnefnaskipti og þyngdartap.

Hrund heldur líka úti vefsíðunni hrundnaering.com sem inniheldur upplýsingar og skráningu í næringarráðgjöf, vef-næringarráðgjöf, yfirferð á matardagbók, matarprógrömm og námskeið.


Tölvupóstur: hrund@naering.com