Næringarráðgjöf


Ég heiti Hrund Valgeirsdóttir og er löggiltur næringarfræðingur (MSc) frá Háskóla Íslands.

Ég býð upp á næringarráðgjöf á Akranesi. Hægt er að panta eitt viðtal eða 4 vikna prógram þar sem er góður stuðningur. Einnig býð ég upp á vef-næringarráðgjöf fyrir þá sem það hentar betur. 

Markmið þjónustunnar er að veita hjálp til að velja næringarríkan og hollan mat. Algjörum trúnaði heitið.
 • Aðstoð með að setja upp raunhæf markmið
 • Aðstoð með að gera matarplan og bæta mataræðið
 • Yfirferð á matardagbók daglega
 • Tölvupóstsamskipti
 • Vigtun og fitumæling ef óskað er

Ef þú þarft aðstoð með eitt atriði eða fleiri af eftirfarandi, endilega hafðu þá samband
 • ef þú vilt velja næringarríkari og hollari matvæli
 • ef þú þarft að léttast eða þyngjast
 • ef þú vilt læra að borða hentugri skammtastærðir
 • ef þér finnst þú þurfa aukna orku
 • ef þú vilt bæta heilsuna (t.d. vegna sykursýkis 2, háþrýstings eða of hárra blóðfitugilda)
 • ef þú átt við meltingarvandamál að stríða
 • ef þú ert með ofnæmi eða óþol
 • ef þú ert ófrísk eða á leiðinni að verða ófrísk
 • ef þú þarft aðstoð með næringu barna


Panta tíma
Tölvupóstur: hrund@naering.com
Sími: 8672074