Matarprógram


Mynd frá Getty Images

Matarprógram til að bæta mataræðið
Hérna getur þú pantað vandað matarprógram sem er unnið af næringarfræðingi og er hannað fyrir fólk sem vill bæta sitt mataræði og fá hollar og einfaldar hugmyndir af máltíðum. Matarprógrammið inniheldur venjulegan mat sem er hollur og næringarríkur (semsagt ekki fæðubótarefni, próteindrykki eða slíkt) og er fjölbreytt en samt einfalt að fara eftir.

Ef þitt markmið er að léttast eða bæta þitt mataræði, þá geturðu pantað matarprógram til að hjálpa þér. Hægt er að panta prógram fyrir eina viku (7 dagar, 6 máltíðir á dag) á 2400 kr. Það er mismunandi hitaeiningafjöldi eftir því hvort þú ert kona eða karl, og eftir því hvort þú þarft að léttast eða ekki. Máltíðirnar eru að mestu leyti frekar einfaldar í gerð. Uppskriftir eru með þar sem þarf eða útskýringar fylgja máltíðunum.

Ef þetta gæti hentað þér, endilega hafðu þá samband (naering@naering.com) eða fylltu út pöntunarformið hér fyrir neðan. 

Sérsniðið matarprógram
Ef þínar þarfir eru sérhæfðari, ef þú ert á sérfæði, hefur ofnæmi eða óþol eða vilt sleppa einhverri fæðutegund(um), þá geturðu pantað sérsniðið matarprógram. Þá mun matarprógramið taka mið af þínum núverandi matarvenjum og þeim hitaeiningafjölda sem þú þarft til að ná þínum markmiðum, hvort sem þau er að grennast, léttast, þyngjast, byggja upp vöðva eða bæta mataræðið. Það mun vera byggt upp þannig að þú færð nægju þína af nauðsynlegum næringarefnum úr fæðunni.

Kostnaður við að nýta þessa þjónustu eru 7900 kr fyrir þrjá mismunandi daga en 14400 kr fyrir sjö mismunandi daga þar sem allar máltíðirnar eru mismunandi.

Ef þetta gæti hentað þér, endilega hafðu þá samband og þú færð tilbaka spurningalista sem þú munt svara svo að hægt sé að útbúa gott matarprógram fyrir þig. Sendu póst á naering@naering.com eða fylltu út pöntunarformið.

Ath: ef þú ert vinur á facebook, þá geturðu notað afsláttarkóða út árið 2015