Þjónusta


Ég heiti Hrund Valgeirsdóttir og er löggiltur næringarfræðingur (MSc) frá Háskóla Íslands.

Ég býð upp á næringarráðgjöf, yfirferð á matardagbók, tilbúið matarprógram, fyrirlestra og næringarútreikninga.

Markmið þjónustunnar er að veita hjálp til að velja næringarríkan og hollan mat. Algjörum trúnaði heitið.


Næringarráðgjöf
Ég býð upp á næringarráðgjöf bæði í Reykjavík og á Akranesi. 
 • Aðstoð með að setja upp raunhæf markmið
 • Aðstoð með að gera matarplan og bæta mataræðið
 • Yfirferð á matardagbók daglega
 • Tölvupóstsamskipti
 • Vigtun og fitumæling ef óskað er

Vef-næringarráðgjöf
Með vef-næringarráðgjöf er hægt að fá aðstoð með mataræðið í gegnum síma og tölvupóstsamskipti.
 • Aðstoð með að gera matarplan og bæta mataræðið
 • Yfirferð á matardagbók daglega
 • Tölvupóstsamskipti

Matardagbók
 • Þú fyllir út matardagbók og færð ábendingar daglega um hvað megi fara betur í mataræði þínu til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum

Matarprógram
 • Sérsniðið matarprógram fyrir þínar þarfir, tekið mið af nauðsynlegum hitaeiningafjölda og næringarefnum sem þú færð úr matnum.

Annað
 • Fyrirlestrar fyrir fyrirtæki eða stofnanir
 • Næringarútreikningar fyrir meðal annars veitingastaði og matvælafyrirtæki

Senda inn fyrirspurn
Tölvupóstur: hrund@naering.com
Sími: 8672074